Zombieland:
Jæja, ég skellti mér í bíó á Zombieland um daginn og verð bara að segja að hún kom mér líka svona skemmtilega á óvart. Myndin er eftir leikstjórann Ruben Fleischer sem að er nýr af nálinni og hefur ekki gert neitt sem að ég hef horft á en hann stendur sig líka svona vel í þessari mynd. Ég verð að segja að þegar ég sá trailerinn fyrir myndina fyrst þá hugsaði ég okei þetta er svona hlæ hlæ mynd með uppvakningum og prumpubröndurum en svo þegar ég fór á myndina þá kom bara allt annað í ljós.
Myndin fjallar um "Columbus" (Jesse Eisenberg) sem að er lúðalegur unglingur sem að reynir að komast af í heimi fullum af uppvakningum. Til þess hefur hann gert lista yfir reglur, sem eru margar hverjar stórskemmtilegar. Svo einn daginn á meðan hann er að reyna að koma sér til Columbus, Ohio, þá kynnist hann "Talahasse" (Woody Harrelson)en hann ver vægast sagt á kostum í þessari mynd. Talahasse er akkúrat andstæðan við Columbus, hann er nettur, hugrakkur, lifir ekki eftir neinum reglum og myndi gera hvað sem er fyrir "twinkie". Þeir tveir taka sig svo saman og ákveða að vera samferða eitthvað áleiðis, en þegar þeir stoppa til að byrgja sig upp af mat þá hitta þeir 2 harðar gellur sem að fyrir sýkinguna höfðu lifað á því að nota ýmis bellibrögð til að svindla á fólki. Þær "Witchita" (Emma Stone) og "Little Rock" (Abigail Breslin) hafa lítið breyst eftir að heimurinn fer til hundanna og því notfæra þær sér strákana 2 og skilja þá svo eftir.
Myndatakaner til fyrirmyndar, mikið er um virkilega flott slow motion skot og er introið allt skotið í slow mo og er það eiginlega bara virkilega flott. Förðunin ergeðveik í myndinni sem og allar brellur, frá byssuskotum og að fólki að borða fólk þá stenst þessi mynd allar væntingar. Og það er eiginlega bara virkilega nettur blær yfir myndinni. Tónlistin var mjög fín, ekkert til að hoppa upp og dansa fyrir en samt ekkert sem dró myndina niður.
Eftir að ég horfði á þessa mynd þá fór ég aðeins að spá í formúlunum fyrir þessum myndum og byrjaði að bera hana saman við myndir eins og Shaun of the dead og Dead snow og ég komst eiginlega að því að þetta uppvakningar og brandarar dæmi virkar bara fáránlega vel! Ég tengdi það fyrst eftir þessa mynd að ég elska þessa formúlu, ég get horft endalaust á Shaun of the dead, mér fannst Dead snow vera geðveik og svo núna fannst mér sjúklega gaman á Zombieland. Ég held að þessi mynd sé ekki sú síðasta sem gerð er eftir þessari formúlu og ég hlakka spenntur til að sjá hinar smávægilegu breytingar sem gerðar eru á hverri mynd sem að gerir hana frábrugðin hinum. Hvort sem það er aðstæðurnar (Dead Snow), Ólíklegur hópur eftirlifenda (Shaun of the dead) eða myndartakan (Zombieland) hvað sem það verður þá bíð ég spenntur eftir því :D
Í heildina frábær mynd, ekkert æðislegur né djúpur söguþráður, ekkert massíf persónuþróun en frábær mynd samt sem áður.
3.8 af 5 stjörnum
Ég hef einmitt verið að heyra góða hluti um þessa. Ætla að reyna að komast á hana sem fyrst.
ReplyDeleteFlott færsla. 7 stig.