Saturday, October 10, 2009

RIFF - Gott kvöld

Eitt kvöldið þá fór ég með strákunum á tvær myndir, fyrri myndin var hin umtalaða Antichrist en sú seinni var hin aðeins minna umtalaða Dead Snow.

Antichrist:



ATH: Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja þannig að ég ætla bara að skrifa allt sem ég hugsa og ef það kemur út sem chaos þá biðst ég afsökunnar en ég held að það sé eina leiðin til að tjá skriflega hvað mér fannst um þessa mynd.

Antichrist er mynd eftir leikstjóran Lars Von Trier og hún fjallar um mann og konu en þau bera engin nöfn í myndinni og eru einfaldlega titluð sem He og She. Myndin er semsagt um það hvernig konan tekur á því að hafa misst litla strákinn sinn sem að deyr af slysförum í upphafi myndarinnar. Ég ætla ekki að tala mikið um söguþráðinn í myndinni heldur ætla ég frekar að tala um myndina í heild sinni.

Upphafssenan í myndinni eru sennilega bestu 4-8 mínútur af kvikmynd sem ég hef séð. Blái tónninn yfir myndinni, tónlistin, slow motion og skotin spiluðu svo vel saman að þetta var eins og að horfa á sinfóníu og sjá tónlistina. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu mér fannst þetta svo töff. Vá, sko... Þegar ég hugsa svo til baka og renni atriðinu í gegnum hausinn á mér þá voru fullt af litlum smáatriðum í upphafssenunni sem gáfu til kynna hvað væri mikilvægt seinna í myndinni, eins og stytturnar þrjár á borðinu. Ég hefði viljað vera viðstaddur þegar þetta atriði var tekið upp til að sjá hvernig Lars Von Trier tókst að gera svona magnaða senu.

Restin af myndinni innihélt stórfurðulegan en magnaðan söguþráð og þegar ég hugsa til baka þá finnst mér hann geðveikur í augnablikinu en ég er búinn að flakka á milli skoðana eins og sínusbylgja.

Skotin þar sem konan er að ímynda sér það að hún sé að labba í skóginum eru ein þau áhrifamestu og flottustu sem ég hef séð. Á meðan ég er að skrifa um þessa mynd þá rennur það upp fyrir mér að þetta var meira listaverk frekar en kvikmynd. Mikilvæg atriði fyrir söguþráðinn drukkna einfaldlega í fegurð hinna ýmsu skota.

Ég veit ekki hvað ég á að segja, leikurinn í myndinni var góður, það er það eina sem ég er viss um. Þegar ég labbaði út úr bíósalnum þá vissi ég ekki alveg hvað hafði gerst þarna inni, ég vissi ekki alveg hvað mér fannst um það og ég gat ekki ákveðið mig hvort að þetta væri mesta meistaraverk kvimyndasögunnar eða algjört drasl. En eins og Siggi Palli sagði: "Þú getur huggað þig við það að einhversstaðar situr Lars Von Trier núna og hlær"

Ég myndi segja að það væri skylda allra að sjá þessa mynd. Ekki af því að hún er geðveik heldur bara til að heyra fleiri skoðanir, ef þið getið myndað ykkur skoðun á henni (sem ég get ekki).

X stjörnur af 5 mögulegum... sjáum til eftir nokkra daga hvað mér finnst þá, og svo aftur nokkra daga eftir það...

Dead Snow:



Okei úr mesta mindfucki sem ég veit um og yfir í basic stuff. Dead Snow er mynd eftir leikstjórann Tommy Wirkola og fjallar um hóp af læknanemum sem að fara í fyllerísferð upp í fjallaskála.... Og svo eru Nasista uppvakningar... þarf ég að segja meira? Myndinni tekst mjög vel að vera það sem hún á að vera, skemmtileg. Hún er ekki ógeðslega scary, hún er ekki ógeðslega vel leikin og umfram allt hún er ekki RWWM. En maður kemst varla hjá því að bera þessar tvær myndir saman og í þeim bardaga vinnur Dead Snow með rothöggi í fyrstu lotu.

Ég persónulega hló upphátt þegar gamli creepy kallin fór að tala um gyðingagullið en það gæti bara verið útaf því að ég horfi of mikið á south park. En semsagt söguþráðurinn er þannig að þessir læknanemar fara upp í fjallaskálann til að skemmta sér en þau byrja að hafa áhyggjur þegar kærasta eins gaursins (sem ætlaði að skíða að skálanum) lætur ekki sjá sig. Um kvöldið kemur síðan creepy gamall kall í heimsókn og fer að vara þau við fjallinu og segir þeim söguna um Nasistaherforingjann og hermenn hans sem voru hraknir af bæjarbúum upp í fjöllin eftir að Þýskaland missti tak sitt yfir staðnum. En áður en þeir fóru þá rændu þeir fullt af gyðingagulli og verðmætum og tóku með sér. Nú geta þeir ekki hvílst í friði fyrr en að allt gyðingagullið er komið aftur í þeirra hendur.

Í heildina tekst myndinn mjög vel upp og minnti hún mig mikið á Shaun of the dead, þá sérstaklega senan þegar þeir eru að ná í vopnin inn í skúrnum. Snöggar klippingar af flestum hreyfingum og svo vítt skot á báða aðila með vopnin. Þessi sena er eiginlega nákvæm eftirlíking á því þegar Shaun og Ed fara og ná í vopn út í skúr í shaun of the dead og er þessi stíll einkennandi fyrir myndirnar hans Simon Pegg og ég giska á að Tommy Wirkola hafi séð hana og fílað þetta.

3 af 5 stjörnum fyrir vel heppnaða og skemmtilega splattermynd.

1 comment:

  1. Mjög fín færsla. 8 stig.

    Jim Emerson skrifaði ágæta færslu um Antichrist, en honum fannst hún reyndar ekkert spes. Ég er enn ekki búinn að sjá hana, en það hlýtur að koma að því.

    ReplyDelete