Saturday, October 10, 2009

Riff Atburður - Rocky Horror

Rocky horror picture show!



Þegar ég komst að því að þessi stórepíska mynd yrði sýnd á RIFF þá varð ég strax frekar spenntur. Þegar ég komst svo að því að það væri eiginlega uppselt á hana þá varð ég strax frekar stressaður. Þegar ég náði síðan að kaupa miða á hana þá varð ég strax frekar ánægður. Þessi mynd hefur lengi verið ein af mínum uppáhalds söngleikjamyndum og mig hefur alltaf langað til að sjá hana í bíó. Sú löngun magnaðist mikið núna fyrir stuttu eftir að mamma mín sagði mér frá því að hún hefði farið á singalon sýningu úti í Dallas á sínum tíma þar sem fólk mætti í búningum og með leikmuni.

Svo var loksins komið að því ég var að fara að sjá þessa mynd í bíó. Ég og mamma mættum í Háskólabíó á skikkanlegum tíma og náðum okkur í aukahluti sem að allir fengu til að hafa með myndinni. Hrísgrjón til að kasta upp í loftið í brúðkaupssenunni, dagblöð til að skýla manni frá rigningunni (og það voru gæjar efst í salnum að skvetta vatni yfir alla), partýhatta til að setja upp í "timewarp" partýinu, klósettpappír til að henda í hinn leiðinlega Dr. Everett Scott og margt fleira. Ég varð spenntari með mínútunni. En svo fóru að líða of margar mínútur, það var komin löng röð fyrir utan salinn og klukkan var orðin 11, og svo 11:15 og svo 11:30 og enginn vissi hvað var í gangi. En svo opnuðust dyrnar og pirringurinn vék fyrir spennunni. Eftir að allir höfðu sest (og það kom í ljós að of margir miðar höfðu verið seldir) þá kom stelpa klædd sem Little Nell uppá sviðið og bauð alla velkomna og myndin fór í gang.



Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í salnum þegar rauðu varirnar birtust á svarta bakgrunninum og svo byrjaði söngurinn. Og hann hætti ekki, nema til að víkja fyrir fagnaðarlátum, þangað til að myndin var búin. Strax að loknu introinu kom fyrsta prop atriðið, brúðkaupið, og allt í einu var allur salurinn út í hrísgrjónum. Svo hélt myndin áfram senu eftir senu og allir sungu með hverju lagi og töluðu með öllum samtölum. Þegar var svo komið að partýinu þá fylltist sviðið fyrir framan hvíta tjaldið af dönsurum og leikurum í búningum og allur salurinn stóð upp og dansaði "the timewarp"

-It's just a jump to the left-
-And a step to the riiiiight-
-Put your hands on your hips-
-and tuck your knees in tiiiight-
-then it's the pelvic thruuuust, that really drives you insaaaaaane-
-Let's do the timewarp again-
-Let's do the timewarp again-



og þegar Tim Curry a.k.a Dr. Frank-N-Furter kom niður í lyftunni trylltist salurinn. Eftir party atriðið var sviðið rýmt og myndin hélt áfram með tilheyrandi söng og dans stemmara og fyrir minn hlut þá var þetta ein skemmtilegasta kvöldstund sem ég hef átt í bíó!



En þá um myndina:

Rocky Horror (1975) er mynd eftir leikstjórann Jim Sharman og fjallar um verðandi hjónin Brad Majors (Barry Bostwick) og Janet Weiss (Susan Sarandon) sem að leita hjálpar í stórum kastala eftir að það springur dekk á bílnum þeirra. Þegar þau baka uppá kemur Riff Raff, a handyman (Richard O'Brien) og býður þeim inn til að hringja. En það verður ekki svo auðvelt að fá að hringja eitt símtal. Parið dregst inn í party hjá "húsbóndanum", sem er brjálaður, tvíkynhneigður og stórsnjall vísindamaður og klæðskiptingur að nafni Dr. Frank-N-Furter (Tim Curry, sem fer algjörlega á kostum í þessu hlutverki).Eftir það fer af stað vægast sagt stórskrýtin atburðarrás með innskotum frá sögumanninum (The Criminologist - An Expert (Charles Gray)), sem að ég ætla ekki að spoila hérna.

Tónlistin í myndinni er æðisleg, lögin eru skemmtileg, full af háði og grípandi og þig langar voða lítið annað en að hlusta á þau aftur og læra þau til þess eins að geta sungið með næst þegar þú horfir á myndina.

Leikurinn í myndinni er afbragð. Tim Curry nær að fanga geðbilunina í Frank-N-Furter á tranepískan hátt og fer hann vægast sagt á kostum í þessari mynd. Barry Bostwick nær vandræðaleikanum hjá Brad Majors æðislega vel og Susan Sarandon lætur alla trúa að Janet Weiss sé svo saklaus og hrein að hún hafi ekki einu sinni hugsað eina ljóta hugsun yfir ævina. Aðrar persónur eins og Little Nell, Magentha, Riff Raff, Meatloaf og Rocky eru líka leiknar snilldarlega, þá sérstakleg stórfurðulega sambandið milli Riff Raff og Magenthu. Persónuþróunin í myndinni er líka mjög mikil og það liggur við að þú sjáir breytingu á hverri persónu með mínútu fresti, það gerir myndina trúverðuga á þann hátt að ef þú værir fastur í kastala með kærustunni þinni hjá brjáluðum klæðskipting sem er nýbúinn aðbúa til mann úr engu og sem syngur lög með reglulegu millibili þá myndi þetta gerast svona.



Myndartakan er líka góð eins og flestallir aðrir hlutir í myndinni, ekkert sem að sker í augun né neitt sem skarar hrikalega mikið fram úr. Tæknibrellurnar í myndinni eru hlægilegar í dag en voru barn síns tíma. Sviðsmyndin er æðislega steikt og gefur myndinni þennan skemmtilega karakter sem einkennir hana ásamt búningunum.

Ég veit varla hvað ég á að segja meira um þessa mynd. Ég er nokkuð viss um að skoðun min á henni hafi komið greinilega fram í blogginu þannig að ég ætla ekki að eyða óþarfa orðum í hana hér. Það er þá bara ekkert eftir en stjörnugjöf. 4 af 5 mögulegum.

1 comment:

  1. Flott færsla. Ég var einmitt að reyna að sannfæra kvikmyndadeildina í fyrra um að það væri góð hugmynd að hafa singalong Rocky Horror sýningu, en það varð aldrei neitt úr því...

    9 stig.

    ReplyDelete