Thursday, September 24, 2009

RIFF Blogg

Ég fór á 2 myndir í gær á RIFF og það er á planinu að fara á nokkrar í dag og svona. En myndirnar sem ég fór á voru þær Prodigal Sons og Kelin.



Prodigal Sons er heimildarmynd eftir leikstýruna/stjórann Kimberly Reed og fjallar um ríginn á milli hennar óg bróður hennar Marc. Þetta eru engar venjulegar systkinaerjur eins og mörg okkar kannast við heldur eru aðstæðurnar frekar mikið öðruvísi. Hún Kimberly (fyrrum þekkt sem Todd) var aðalmaðurinn í High school, hún var fyrirliði ruðningsliðsins og átti kærustur en það var ekki allt í lagi í draumalandi þar sem að hún var í vitlausum líkama. Todd var ekki sá sem hún átti að vera og á endanum þá flutti hún burt frá heimabæ sínum í Montana og fór í kynskiptiaðgerð. Aðstæðurnar hjá bróður hennar eru heldur ekki eins og best er á kosið því að hann lenti í bílslysi 21 árs gamall og hlaut við það heilaskaða. Eftir það fór hann að fá flog og þurfti á endanum að fjarlægja hluta af heilanum á honum og það orsakaði miklar skapsveiflur. Mikil ósætti ríktu á milli Marc og Kim og snýst myndin í rauninni um þrjá hluti: Lausn á vandamálunum á milli Marc og Kim, ástand Marcs og kynskiptiaðgerðina sem Kim fór í og hvernig hún tókst á við allt það sem fylgdi henni. Þessi mynd er mjög áhrifarík og hún kynnir manni fyrir mjög öfgafullum aðstæðum og maður kemst varla hjá því að finna til samúðar með bæði Kim og Marc. Maður vorkennir Marc útaf ástandinu sem hann er í og maður vorkennir Kim útaf því að sama hvað hún reynir mikið að bæta samband sitt við Marc þá virðist það ekkert ganga því þegar hann fer í brjálæðiskast þá breytist hann í eitthvað annað en hann er. Í heildina mjög góð og áhrifarík mynd og ég mæli algjörlega með henni.

FANN ENGA MYND :(

Kelin er já..... mynd eftir Ermek Tursunov og er já.... sérstök að mörgu leiti. Það er ekkert talað í myndinni heldur er bara öskur og stunur sem gefur myndinni já... ákveðinn blæ. Myndin fjallar um unga konu sem að fer að heiman til að búa með eiginmanni sínum ( sem hún var neydd til að giftast), yngri bróðir hans og gamalli móður hans. Svo er hérna söguþráðurinn í myndinni einfaldaður fyrir ykkur.. VARÚÐ SPOILERAR

Kona giftist manni. Maður sefur hjá konu útí skógi. Maður kemur heim með konu. Maður og kona sofa saman á meðan litli bróðir stundar sjálfsfróun yfir stunum. Maður fer út að ná í eldivið. Maður er drepinn af öðrum manni. Mamman fer með galdraþulu. Kona sefur hjá litla bróður mannsins. Kona sefur hjá hinum manninum (sem drap eiginmanninn hennar). Litli bróðir mannsins sefur hjá geit. Kona verður ólétt. Mamma fer með galdraþulu og tekur af henni hárið. Hinn maðurinn kemur og sækir hana. Litli bróðir mannsins reynir að drepa hann en deyr sjálfur. Mamman kemur af stað snjóflóði og drepur hinn manninn en konan sleppur. Konan kemur aftur heim til Mömmunnar. Mamman þekkir hana ekki og reynir að kyrkja hana. Konan fæðir barn og mamman gefur henni vúdú prikið sitt og labbar út. Úlfar spangóla (og við getum dregið þá ályktun að mamman hafi farið til að deyja). Endir

Já.... þessi mynd var... spes :) Voða lítið annað hægt að segja.
En stefnan er sett á Rocky Horror í kvöld ég veit ekki alveg hvort að ég eigi að þora að biðja Kimberly Reed um búningaráð en hún ætti nú að kannast við það að klæða sig upp sem meðlimur af hinu kyninu. En við sjáum til. Ég hlakka allavega mjög mikið til að sjá þessa mynd í bíó enda er þetta ein af mínum uppáhalds söngmyndum og þar sem að mamma mín elskar hana svona mikið líka þá keypti ég einn miða handa henni. Fjölskyldubonding time í kvöld :D

3 comments:

  1. Smá leiðindakomment; Kimberly hét áður Paul, ekki Todd.

    ReplyDelete
  2. Ætlaði að benda á það sama. Todd er yngsti bróðirinn.

    Varðandi Kelin: Eftir snjóflóðið reyndi gamla konan að drepa stelpuna vegna þess að hún hafði eyðilagt fjölskyldu hennar, en hætti við þegar hún fattaði að hún var ólétt (líkast til vonað að annar sonur hennar væri faðirinn).

    6 stig.

    ReplyDelete
  3. Ég var að prófa ykkur strákar, augljóslega :D

    ReplyDelete