Sunday, February 28, 2010

How High

Jæja, ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á bloggleysi.. Veit að það er ekki afsökun en tölvan mín hrundi og ég er fyrst að komast í tölvu núna. En anyways. Bloggum bara.


How High (2001)



Myndin How High er svona klassísk svertingja gamanmynd þar sem þú tekur 2 svarta stonera og setur þá í öfgakenndar aðstæður þar sem þeir eiga ekki heima og þeir byrja að hafa áhrif á allt í kringum sig. Myndin sem er eftir leikstjórann Jesse Dylan kom út árið 2001 og fór leynt svona fyrst um sinn þangað til að aðdáendur heimskulegra gamanmynda (sbr Scary Movie og svona) uppgötvuðu hana af alvöru og núna eru margir sem myndu flokka þetta sem eðalsteypu en ekki bara steypu.

Myndin fjallar um Silas og Jamal sem að hittast fyrir tilviljun fyrir utan prófstöðina fyrir inngöngupróf í háskóla. Þeir verða vinir í gegnum grasreykingar þar sem að Silas vantar pappír en Jamal vantar gras fyrir utan prófstöðina.



Grasið sem Silas er með er samt ekki neitt venjulegt marijuana heldur ræktaði hann það uppúr ösku félaga síns Ivory, sem að dó eftir að það kviknaði í hárlengingunum hans og hann hoppaði útum gluggan og svo í lokin keyrði rúta á hann. Eftir að Jamal og Silas eru búnir að vera að reykja í smá tíma þá birtist Ivory og segir að þetta sé það sem gerist ef maður reykir félaga sinn og að hann hafi öll svörin við prófinu. Með hjálp Ivory fá þeir báðir 10 á prófinu og geta valið sér skóla til að fara í. Eftir að hafa hlustað á mörg tilboð ákveða þeir svo loksins að fara í Harvard. Þegar þangað er komið fer fjörið að byrja. Félagarnir tveir snúa öllu á hvolf í Harvard á sprenghlægilegan hátt.

Ég skal viðurkenna að söguþráðurinn í þessari mynd er virkilega þunnur og að þessi mynd er ekkert sérstaklega góð þannig séð en jesús, hún er fyndin. Þetta er ein af þessum steypumyndum sem að ég get horft á aftur og aftur.

Leikurinn í myndinni er bara nákvæmlega eins og þú býst við í mynd sem að er jafn mikið rugl og þessi og skartar Method Man og Redman í aðalhlutverki. Þrátt fyrir það að þeir séu rapparar þá leysa þeir leiklistaáskorunina alveg nokkuð vel enda kannski ekki mikið challenge fyrir þá að leika tvo grashausa og dólga.

Allt í allt þá er þetta bara svona virkilega þunn og létt gamanmynd sem að mér finnst að sem flestir (sem hafa einfaldan húmor) ættu að sjá.

Læt fylgja með gott atriði úr myndinni hérna:




Svo er ég með í vinnslu færslu um Bourne þríleikinn sem ég reyni að koma inn í kvöld.