Wednesday, September 23, 2009

District 9

District 9


Ég ætla að byrja á að skella inn treiler fyrir ykkur:


Jæja, eftir langa bið og mikla eftirvæntingu þá skellti ég mér loksins á District 9 í bíó. Ég mætti í bíóið í hasargírnum og tilbúinn í 2 tíma af byssubardögum á milli manna og geimvera. Ég fer inn í salinn og sest á brúnina á sætinu og svo loksins byrjar myndin. Og þá er þetta bara eitthvað heimildarmynd, eitthvað viðtal við einhvern vandræðalegan gæja sem að talaði með skrýtnum hreim. Þarna fór ég að hugsa: hmm.... hvað er í gangi? En ég ákvað að halda opnum huga og beina athyglinni frekar að myndinni heldur en stelpunni við hliðina á mér og GUÐ hvað ég er feginn! Þegar ég lýt til baka núna á myndina sem heild þá verð ég að segja að þessi heimildarmynda stíll sem að myndin var í var tær snilld. Ég sem fór þarna inn og bjóst við einhverju stanslausu og hardcore stríði í tvo tíma sem að skilur ekkert eftir sig nema awesome fílíng í hausnum á strákum en þegar ég gekk út þá sat svo miklu, miklu meira eftir.

Það að ég bjóst við þessari standard Hollywood sci-fi mynd gerði upplifunina svo miklu skemmtilegri því að myndin er gerólík því sem við eigum að venjast. Myndin gerist í Jóhannesborg í Suður Afríku 20 árum eftir að geimverur lentu á jörðinni. Þegar fyrstu kynnum var náð voru geimverurnar vannærðar og í skelfilegu ástandi. Mannfólkið tók sig því til og bjó til búðir fyrir „rækjurnar“(eins og þær eru kallaðar) þar sem þær fengu mat og læknisaðstoð. Núna 20 árum seinna hafa þessar búðir breyst í einangrað fátækrahverfi sem kallast District 9 og eftir að glæpum fer að fjölga hjá geimverunum þá eru þær ekki lengur velkomnar. Þarna setur leikstjórinn Neil Blomkamp upp fordómana sem að eru ríkjandi gegn þeim sem lifa í fátækrahverfum Suður-Afríku upp á áhugaverðan hátt sem að fær mann til að hugsa. Neil Blomkamp gerir þarna í frumraun sinni raunsæa sci-fi mynd sem að er uppfull af ádeilum á nútímasamfélag. Með þessari mynd er hann meðal annars að færa rök fyrir því að það skipti ekki máli af hvaða kynþætti eða tegund þú ert að þar sem er fátækt eru glæpir.

Myndatakan í myndinni var afbragð og það er nokkuð ljóst að Peter Jackson kann að velja sér lærlinga. Neil Blomkamp notaði þessar 30 milljónir, sem að Peter Jackson gaf honum til að framleiða hvaða mynd sem hann vildi, afbragðsvel og við sjáum vonandi meira frá honum sem fyrst.

Annar kostur við myndina að mínu mati er það að það var ekki eitt ofnotað Hollywood andlit í myndinni og sú staðreynd að hvert einasta óþekkta andlitið skilaði góðri frammistöðu. Sérstaklega Sharlto Copley sem lék aðalhlutverkið (Wikus Van De Merwe). Geimverurnar skiluðu líka sínu og voru frábærlega vel gerðar. Svipbrigðin á þeim létu mann meira að segja stundum finna til samúðar með þeim en það er eitthvað sem ég hef ekki séð frá því að ég sá Gollum í LOTR. Tónlistin í myndinn er líka fín en ekkert það spes að ég vil fara og kaupa soundtrackið en hún þjónar sínum tilgangi vel

EN.... já það er alltaf en. Þessi mynd var ekki fullkomin, langt því frá. Hún hafði í rauninni það mikið af göllum að ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir að hafa velt henni í gegnum hausinn á mér nokkrum sinnum. Jújú góð mynd, öðruvísi og ágætis afþreying en hún er svolítið uppblásin.

NÚNA KOMA SPOILERAR EKKI LESA ÁFRAM NEMA AÐ ÞIÐ HAFIÐ SÉÐ MYNDINA



Þrátt fyrir að flæði myndarinnar hafi verið það gott að sagan virtist vera heilsteypt og meika fullkomið sense þá koma nokkrar holur í plottinu í ljós þegar maður fer virkilega að velta því fyrir sér.

1. Geimverurnar eru búnar að búa þarna í 20 ár og það virðist sem svo að mannfólkið hafi varla átt samskipti við þau enda eru þær lokaðar inn í fátækrahverfi og hafa ekkert blandast almennu samfélagi en samt skilur mannfólkið þeirra klik klik tungumál og geimverurnar skilja ensku

2. Aðalrækjan er búin að eyða 20 árum í að finna einhvern vökva til að búa til eldsneyti fyrir geimskipið (sem að svífur samt einhvernvegin yfir D9 í 20 ár) og svo loksins þegar hún finnur hann og býr til eldsneytið þá sullar Wikus helmingnum yfir sig en samt er þetta nóg til að koma skipinu heim. Rækjan segir meira að segja í myndinni að hún verði að fljúga hratt heim til að klára ekki eldsneytið en skv. öllu þá þýðir meiri inngjöf meiri nýting á eldsneyti.

3. Afhverju í fjandanum breytist Wikus í geimveru við það að sulla yfir sig bensíni??

4. Litla skipið sem að þau nota til að koma sér uppí móðurskipið féll til jarðar þegar rækjurnar lentu. Sá ENGINN hvar það lenti áður en það var byggt yfir svæðið?

5. Litla rækjubarnið sem að aðalrækjan átti kveikir á dráttargeisla í móðurskipinu úr litla skipinu sem að dregur litla skipið upp í móðurskipið (vá skrýtin setning en okei) Afhverju þurftu þeir þá eldsneyti til að fljúga á litla skipinu upp í móðurskipið? (sérstaklega þar sem hann setur aldrei bensín á stóra skipið)

6. Til að ná fyrstu kynnum við geimverurnar þá boruðu mennirnir stórar holur í skipið til að komast inn í það. Hvernig er ennþá hægt að fljúga á milli sólkerfa í þessu skipi?

7. 1.8 milljónir rækja og það er ein sem hefur nóg vit í kollinum til að gera við eitthvað af þessu dóti. Hvernig getur það verið að heill geimverukynþáttur sé svona heimskur en samt hafi þeim tekist að búa til skip sem kemst fram og til baka á milli vetrarbrauta á 3 árum?

8. Í einu atriði þá er Wikus og aðalrækjan með tvær geimverubyssur og sigra bara heilan her af þjálfuðum hermönnum. Sem og í lokin þegar Wikus er að berjast í stríðstækinu þá rústar hann bara heilli hersveit án þess að hafa nokkurntíman notað svona vopn áður. Afhverju hafa geimverurnar ekki notað eitthvað af þessum vopnum á þeim 20 árum sem mannfólkið hefur haft þær lokaðar inni í fátækrahverfi og kúgað þær og misnotað? Og það er ekki hægt að segja að þær séu friðsamar verur því að glæpatíðnin er mjög há í D9

9. Þegar Wikus reynir að fljúga litla geimskipinu upp í móðurskipið (án þess að hafa nokkurn tíman flogið geimskipi þá tekst honum það afarvel) þá er það skotið niður með eldflaug en þegar dráttargeislinn er að draga það upp þá er ekkert gert til að stöðva það.

Þetta eru svona helstu holurnar sem að ég tók eftir þegar ég fór að spá í myndinni daginn eftir en það eru nokkrar í viðbót sem að ég er búinn að sjá og taka eftir eftir að hafa lesið um myndina aðeins á netinu.

Annað sem fór í taugarnar á mér var þróunin á persónunum. Hún var engin.... jú smá hjá Wikus en annars voru öll tilfinningarleg tengsl yfirborðskennd og grunn og skildu ekkert eftir sig. Þetta var það eina sem að ég tók eftir á meðan ég var að horfa á myndina og þetta fór smá í taugarnar á mér.

HÉRNA ENDA SPOILERAR OG KEMUR NIÐURLAG

Okei, myndin hafði slatta af göllum en það að ég tók ekki eftir þeim fyrr en að hafa pælt virkilega mikið í myndinni á mjög gagnrýninn hátt og það að ég fór útúr bíóinu mjög sáttur með myndina og fannst hún æðisleg segir alveg sitt. Þessi mynd var mjög fín skulum við segja. Hún var öðruvísi en ég bjóst við og kom skemmtilega á óvart með ádeilunum. Í heildina góð mynd en það er margt sem mætti betur fara. Ég vona samt að sci-fi kvikmyndagerðarmenn taki þessa mynd til fyrirmyndar að hluta til því að það sem var gert nýtt í þessari mynd var gert mjög vel.

3 stjörnur af 5 mögulegum hjá mér, góð mynd en hefði getað verið betri með aðeins meiri vinnu.

1 comment:

  1. Horfði einmitt á þessa í gær. Mér fannst hún nokkuð góð.

    Mikið af þessum "holum" sem þú bendir á eru útskýrðar í myndinni. T.d. virðast geimverurnar skiptast í mismunandi stéttir, og eiginlega allar sem lentu á jörðinni eru verkafólk (vinnumaurar). Þannig að geimveran með skipið er sú eina sem hefur eitthvað vit í sér. Það er kannski önnur ástæða fyrir því að þær gera ekki uppreisn - þetta eru vinnumaurar og þeim er eðlislægt að hlýða skipunum.

    Varðandi það þegar litla skipið er dregið upp, þá eru allir uppteknir við að berjast við Wikus (sem stöðvar m.a. flugskeyti sem beint er að skipinu).

    Þetta er ekki bara bensín sem Wikus skvettir framan í sig. Geimverutæknin byggir mikið á líftækni (ein ástæðan fyrir því að bara geimverur geta notað vopnin), þ.a. eldsneytið gæti líka verið lífrænt.

    Það eru bara þeir sem vinna með geimverunum, t.d. fólkið sem vinnur hjá MNU, sem skilja geimverurnar.

    Annars mjög fín færsla. 10 stig.

    ReplyDelete