Jæja hérna kemur þá topplistinn minn, ég biðst forláts á því hversu lengi hann var að koma. Ég ákvað að taka saman meira svona þær myndir sem að ég get horft á aftur og aftur frekar en að telja upp þessar stöðluðu virkilega góðu myndir. Ákvað að gera þetta aðeins meira að mínum lista frekar en útlistun á top 10 myndunum á imdb.com. En allavegana hér koma myndirnar í engri sérstakri röð.
Jesus Christ Superstar (1973):
Já, ég er söngleikjafrík.. shocking. Þetta er uppáhalds söngmyndin mín og það skiptir engu máli hvort að ég er að horfa á hana í tíunda eða tuttugasta skipti, mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg. Sagan sjálf er keimlík þeirri sem sögð er í „stóru bókinni“ en myndin er skrifuð þannig að maður finnur til með Júdasi þegar hann neyðist til að svíkja besta vin sinn og læriföður. Þrátt fyrir að engin stórnöfn séu í leikarahópnum þá er myndin í flestalla staði mjög vel leikin og tónlistin er frábær. Enda verður það ekki tekið af Andrew Lloyd Webber að hann er snillingur þegar það kemur að því að semja kvikmyndatónlist. Það er ótrúlegt hvað honum tekst að fanga atburðarásina, umhverfið, tilfinningarnar og söguna í tónlistinni sinni og eftir að hafa séð myndina nógu oft þá get ég liggur við sleppt því að horfa á myndina og bara hlustað á soundtrackið. Umhverfið í myndinni er virkilega flott en myndin er tekin upp í gömlum rústum, hellum og fjallgarði nálægt Beit Guvrin í Israel. Þetta umhverfi virkar virkilega ekta og gefur myndinni virkilega mikinn sjarma.
Leikstjórinn Norman Jewison (Fiddler on the roof (1971), Rollerball (hin epíska snilld 1975)) fer einstaklega vel með þetta umhverfi og var greinilega óhræddur þarna að taka smá áhættur. En hann flakkar óspart um í tíma og sameinar „nútímann“ árið 1973 og gamla tímann. Pælingin, að hafa þetta endurleik hjá leikhóp og þær viðbætur við umhverfið (eins og t.d. skriðdrekar, byssur og nútímalegur klæðnaður) gefur myndinni skemmtilegan blæ.
Myndin var síðan endurgerð árið 2000 og sá ég þá endurgerð um daginn og mig langaði helst að gráta. Sjaldan hef ég séð mynd slátrað jafn illa í endurgerð en þar hefur allt farið niðrávið. Umhverfið er skelfing, leikurinn er verri og ný útsetning á lögunum varð til þess að ég slökkti áður en myndin kláraðist. En til allrar hamingju þá get ég ennþá skemmt mér yfir þeirri gömlu góðu og mun eflaust gera það um ókomin ár.
We were soldiers (2002):
Þá er komið að fyrstu stríðsmyndinni. We were soldiers er byggð á bókinni „We were soldiers once.. and young“ eftir Harold G. Moore (en hann barðist í víetnam stríðinu) og Joseph L. Galloway (stríðsfréttamaður sem flaug með inn í bardagann) þar segja þeir frá því sem gerðist á hinu viðburðaríka landing zone x-ray. Mel Gibson fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur Lt. Col. Hal Moore, annan höfund bókarinnar. Hann túlkar karakterinn sem Hal Moore var æðislega, trúaðan mann sem er annt um fjölskylduna sína og hermennina sína, óhræddur og frábær leiðtogi. Stríðsfréttamaðurinn Joseph Galloway er leikinn af Barry Pepper en hann nær að fanga þá undrun ,sem að margir fréttamenn fundu fyrir þegar þeir fóru á vígvöllinn og áttuðu sig á því að stríðið var ekki eins fallegt og það hljómaði í fréttunum, frábærlega. Það sem mér finnst virkilega gott við þessa mynd er það sama og gerir hana frábrugðna flestum öðrum stríðsmyndum en það er að það er líka fjallað um lífið heima við. Mikið af myndinni gerist heima í herstöðinni innan hóp eiginkvenna sem óttast um líf mannanna þeirra hvern einasta dag. Myndin nær vel yfir þá sorg og þá sálarangist sem fylgir því að eiga einhvern nákominn í bardaga.
Leikstjórinn Randall Wallace stendur sig með stakri prýði og má ekki sjá á neinu að þetta sé aðeins önnur myndin sem hann leikstýrir. Mikið er um flott skot og man ég þá helst eftir því þegar hann brýtur svokölluðu 180° regluna á mjög dramatískan hátt. Þá er víetnami að hlaupa að hetjunni okkar með byssustinginn tilbúinn og það er tekið tracking skot af honum svo er klippt yfir sjónlínuna og búmm hinn eitursvali og harði Sgt. Maj. Basil Plumley (leikinn af Sam Elliot) skýtur hann í hausinn. Tónlistin í myndinni er mjög góð en hún fangar mann algjörlega á réttum stöðum. Allt í allt þá er þetta æðisleg en öðruvísi stríðsmynd sem gefur manni betri sýn yfir það sem á sér stað í bardaganum sem og heima við.
Crash (2004):
Hér erum við að tala um Slumdog Millionaire myndina árið 2004. Low budget mynd sem að kom líka svona frábærlega út. Í myndinni eru nóg af stórum nöfnum en handritið og pælingin með myndinni laðaði að sér stjörnulið leikara. Myndin er æðislega vel skrifuð af Paul Haggis og hann leikstýrir henni einnig af stakri snilld. Við fáum að sjá flókna fléttu af atburðum, sem að tengjast allir saman á endanum á snilldarlegan hátt. Þessi mynd er mjög áhrifarík enda fjallar hún um mjög viðkvæmt málefni, rasisma. En hún gerir það á þann hátt að ég efast um að það hafi ofboðið mörgum. Myndin kafar ofaní það afhverju rasismi er til staðar og hvernig hann getur haft áhrif á fólk sem heldur að það búi ekki yfir neinum fordómum. Það er frekar erfitt að rekja söguþráðinn í stuttu máli þar sem hann er mjög margþættur og tvístrast í argar greinar þannig að ég ætla ekki einu sinni að reyna.
Allur leikur í þessari mynd er mjög góður og meira að segja Ludacris stendur fyrir sínu. Myndvinnsla og tökur eru til fyrirmyndar og í heildina er þetta mjög vel gerð, leikin og unnin mynd. Það er kannski þess vegna sem hún vann óskarinn fyrir bestu myndina, hver veit?
Apocalypse Now (1979):
Þá er komið að annarri stríðsmyndinni. Þetta meistaraverk eftir Coppola kom út árið 1979 og fjallar um Benjamin L. Willard (Martin Sheen) sem að er virkilega ruglaður í hausnum eftir að hafa verið í víetnam stríðinu, en hann er sendur í leiðangur inn fyrir óvinalínur til að finna Walter E. Kurtz (Marlon Brando) sem hefur lokað sig af inni í skógum víetnam og upp hefur risið í kringum hann einskonar sértrúarsöfnuður. Þessi mynd er svona góð vegna þess hversu vel hún fangar hryllinginn sem að á sér stað í stríði. Þetta er ekki hin klassíska mynd þar sem gæjinn drepur 3000 manns og horfir á álíka marga félaga sína deyja og kemur síðan heim og fer að sofa. Þessi mynd er virkileg svöl og skartar einni bestu línu sem ég veit um „I love the smell of napalm in the morning“.
Myndin er vel leikin og vel gerð, og það er fullt af virkilega svölum skotum, eins og þegar þyrlurnar koma lágt yfir sjóndeildarhringinn í morgunsárið. Það eru til tvær útgáfur af þessari mynd, orginal myndi og svo redux sem að er aðeins lengri og með viðbættum atriðum. Mér finnst orginallinn betri því að atriðin sem að koma inn í Redux gera bara ekki nóg fyrir mig til að toppa snilldina sem orginallinn er.
Rounders (1998):
Þetta meistarastykki eftir meistarann John Dahl er mynd sem að ég er búinn að horfa allavegana 30 sinnum á og mun eflaust horfa á hana 30 sinnum aftur. Myndin fjallar um pókerspilarann og laganemann Mike McDermott (Matt Damon) sem að spilar poker til að sjá sér í gegnum laganámið en þegar gamall félagi hans að nafni Lester Murphy (Edward Norton(kallaður Worm)) losnar úr fangelsi þá fara vandræðin að rúlla í áttina að hetjunni okkar. Worm á nefnilega fullt af útistandandi spilaskuldum sem að Mike tekur á sig líka og neyðist til að byrja að spila poker aftur eftir að hafa lofað kærustunni sinni að gera það ekki. Eftir það fer allt að detta í sundur og hver veit hvernig þetta endar? Ég veit það en ég ætla ekki að segja ef einhver á eftir að sjá hana.
Leikurinn í myndinni er bara mjög góður og þá sérstaklega þykki hreimurinn hjá Teddy KGB (John Malkovich). Myndatakan er fín, ekkert sem er lélegt og heldur ekkert sem er out of this world. Í heildina virkilega skemmtileg mynd sem ég kann utan að en get alltaf horft á aftur.
American History X (1998):
Þessi mynd er eftir leikstjórann Tony Kaye en hann leikstýrði líka myndinni Lake of fire sem fjallar um fóstureyðingar og ég vil nota tækifærið og segja öllum að horfa á hana ef þið þorið, því hún er virkilega áhrifarík. En hann Tony fer mjög vel með vel skrifað handrit í American History X. Myndin fjallar um ungan nýnasista Derek Vinyard (Edward Norton) sem að lifir og hrærist í nýnasismanum þangað til að eitt kvöldið þá drepur hann 2 svarta menn og eftir það fer hann í fangelsi. Þegar hann kemur út er hann breyttur maður og berst harkalega gegn því að bróðir hans lendi í sömu vitleysu og hann gerði, en bróðir hans Danny Vinyard er nú þegar byrjaður að vinna sig upp í nýnasista klíkunni.
Edward Norton er einn uppáhalds leikarinn minn og ég dýrka hann í þessari mynd sem og rounders, hann fer frábærlega með hlutverk Dereks. Aðrir leikarar standa sig vel líka og dregur Tony Kaye upp góða mynd af aðstæðunum og ástæðunum sem leiðir fólk út í vitleysu eins og að ganga í klíku. Myndatakan í myndinni er mjög flott og er eflaust áhrifaríkasta senan að mínu mati, svart/hvíta senan þegar 3 svertingjar reyna að brjótast inn til Dereks en hann hleypur út og drepur þá.
Fight Club (1999):
Hvað get ég sagt um Fight Club sem er ekki augljóst fyrir alla sem hafa séð hana?? Hún er meistaraverk. Hún virðist vera um mann (Edward Norton), sem er óánægður með líf sitt, getur ekki sofið og fær útrás við að fara á hina ýmsu félagafundi eins og AA fundi og fundi fyrir menn með eistnakrabbamein, sem kynnist öðrum manni, sápugerðarmanninum Tyler Durden (Brad Pitt), í flugvél og eftir að íbúðin hans springur í loft upp þá stofna þeir saman neðanjarðar bardagaklúbb. Já þetta hljómar kannski flókið fyrir þá sem hafa ekki séð myndina en þetta er í raun einfalda útgáfan af henni þar sem ástarplottið með Marla Singer (Helena Bonham Carter) er ekki útlistað frekar en það sem er raunverulega í gangi með þetta allt saman. Ég ætla að vera góður við þá sem hafa ekki séð myndina og í staðinn fyrir að birta spoilera þá ætla ég að segja að ef þú hefur ekki séð myndina ennþá eftir 10 ár á markaðnum þá skaltu drífa í því núna og hringja svo í mig til að ræða plottið og snilldina sem hún er.
Myndinni er snilldarlega leikstýrt af David Fincher, sem dregur fram það besta úr handriti Jim Uhls, sem er byggt á skáldsögu eftir Chuck Palahniuk, og öllum leikurunum sem skila sínu einstaklega vel, kemur kannski ekki á óvart miðað við leikaravalið. Sérstakt shout out þarf þó að senda á Meat Loaf sem nær hlutverki hins ofurviðkvæma brjóstgóða krabbameinssjúklings Bob mjög vel. Myndatakan og myndvinnslan leggja áherslur á rétta staði og er sérstaklega skemmtilegt þegar IKEA vörulistinn er tekinn á íbúðina og allt er verðlagt þar inni. Niðurstaða: Meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
La vita é bella (1997):
Þessi ítalska snilld er klárlega ein af bestu myndum allra tíma. Þrátt fyrir að Óskarsverðlauna akademían hafi stolið af henni þeim titli og mjög ranglega sett hann í hendurnar á Shakespeare in Love sem er ein ofmetnasta mynd allra tíma, en það er ekki til umræðu hér. La vita é bella var leikstýrð af Roberto Benigni og hann, ásamt félaga sínum Vincenzo Cerami, skrifaði handritið og fór með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um Guido, gyðing sem notar húmor til að vinna hug og hjarta konu sem hann verður ástfanginn af. Nokkrum árum seinna lendir fjölskyldan í seinni heimsstyrjöldinni og hann þarf að nota ímyndunaraflið til að tryggja öryggi sonar síns og að láta hann ekki vita hvað er raunverulega í gangi allt í kringum þá. Þessi óvenjulega flétta á mynd um seinni heimsstyrjöldina er það sem gerir hana svona góða. Hún er fyndin og alvarleg á sama tíma og ég get horft á hana aftur og aftur og aftur og alltaf hlegið jafnmikið.
Myndatakan er mjög viðeigandi fyrir myndina, ekkert rosalegt gert sem gæti tekið frá söguþræðinum. Allur leikur í myndinni er mjög góður, þrátt fyrir að Roberto Benigni sé klárlega bestur af þeim. Hans túlkun á ástandinu sem leikstjóri gefur því léttan blæ en heldur samt inni alvarleika málsins sem er ekki eitthvað sem hver sem er gæti gert. Bara snilld.
Out Cold (2001):
Out Cold er gamanmynd eftir leikstjórana Emmett og Brendan Malloy. Hún gerist í skíðabæ í Alaska við fjallið Bull Mountain. Þar búa allir "rauðhálsarnir" og una sáttir við sitt á skítugum börum, á fylleríi í brekkunum og búa við sínar eigin reglur. Það breytist svo allt þegar forríkur braskar að nafni John Majors (Lee Majors) ákveður að kaupa fjallið af eigandanum Ted Muntz (Willie Garson). Við fylgjum svo aðalpersónunni Rick Rambis (Jason London) þar sem að hann rís skjótt upp launastigann (vegna áhrifanna sem hann hafur meðal bæjarbúa) en vinir hans sitja eftir og neita að breyta lifnaðarháttum sínum fyrir einhvern ríkan aula. En eins og öllum bandarískum gamanmyndum sæmir þá er að sjálfsögðu ástarsaga flækt inn í þetta líka. Rick varð ástfanginn af franskri stelpu (Anna (Caroline Dhavernas)) þegar hann var í fríi í Mexico. Þau eyddu hverjum degi saman í 3 vikur en þegar þau ætluðu að fara saman á tveggja manna hjól þá kom hún aldrei. Það kemur síðan í ljós að hún er stjúpdóttir John Majors og þá hefst ástarplottið sem að mér fannst alltaf vera nokkuð gott og skildi ekkert afhverju. Það var einhvernveginn betur skrifað en restin af myndinni. Ég fattaði afhverju það var þegar við horfðum á Casablanca um daginn. Ástarplottið í out cold er nefninlega nákvæm eftirlíking af ástarplottinu í Casablanca! Samtalið sem á sér stað milli Luke (vinar ricks sem stendur við glymskratta) og Önnu þegar hún kemur í fyrsta sinn í skíðabæinn er nákvæmlega sama samtal og á sér stað í Casablanca, nema bara heimfært upp á nútímann. Þið sjáið hvað ég meina í meðfylgjandi klippu:
Annars þá er þessi mynd sú gamanmynd sem ég get horft á endalaust, mér finnst hún algjör snilld og mæli með því að allir horfi á hana að minnsta kosti einu sinni!
Jesus Christ Superstar (1973):
Já, ég er söngleikjafrík.. shocking. Þetta er uppáhalds söngmyndin mín og það skiptir engu máli hvort að ég er að horfa á hana í tíunda eða tuttugasta skipti, mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg. Sagan sjálf er keimlík þeirri sem sögð er í „stóru bókinni“ en myndin er skrifuð þannig að maður finnur til með Júdasi þegar hann neyðist til að svíkja besta vin sinn og læriföður. Þrátt fyrir að engin stórnöfn séu í leikarahópnum þá er myndin í flestalla staði mjög vel leikin og tónlistin er frábær. Enda verður það ekki tekið af Andrew Lloyd Webber að hann er snillingur þegar það kemur að því að semja kvikmyndatónlist. Það er ótrúlegt hvað honum tekst að fanga atburðarásina, umhverfið, tilfinningarnar og söguna í tónlistinni sinni og eftir að hafa séð myndina nógu oft þá get ég liggur við sleppt því að horfa á myndina og bara hlustað á soundtrackið. Umhverfið í myndinni er virkilega flott en myndin er tekin upp í gömlum rústum, hellum og fjallgarði nálægt Beit Guvrin í Israel. Þetta umhverfi virkar virkilega ekta og gefur myndinni virkilega mikinn sjarma.
Leikstjórinn Norman Jewison (Fiddler on the roof (1971), Rollerball (hin epíska snilld 1975)) fer einstaklega vel með þetta umhverfi og var greinilega óhræddur þarna að taka smá áhættur. En hann flakkar óspart um í tíma og sameinar „nútímann“ árið 1973 og gamla tímann. Pælingin, að hafa þetta endurleik hjá leikhóp og þær viðbætur við umhverfið (eins og t.d. skriðdrekar, byssur og nútímalegur klæðnaður) gefur myndinni skemmtilegan blæ.
Myndin var síðan endurgerð árið 2000 og sá ég þá endurgerð um daginn og mig langaði helst að gráta. Sjaldan hef ég séð mynd slátrað jafn illa í endurgerð en þar hefur allt farið niðrávið. Umhverfið er skelfing, leikurinn er verri og ný útsetning á lögunum varð til þess að ég slökkti áður en myndin kláraðist. En til allrar hamingju þá get ég ennþá skemmt mér yfir þeirri gömlu góðu og mun eflaust gera það um ókomin ár.
We were soldiers (2002):
Þá er komið að fyrstu stríðsmyndinni. We were soldiers er byggð á bókinni „We were soldiers once.. and young“ eftir Harold G. Moore (en hann barðist í víetnam stríðinu) og Joseph L. Galloway (stríðsfréttamaður sem flaug með inn í bardagann) þar segja þeir frá því sem gerðist á hinu viðburðaríka landing zone x-ray. Mel Gibson fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur Lt. Col. Hal Moore, annan höfund bókarinnar. Hann túlkar karakterinn sem Hal Moore var æðislega, trúaðan mann sem er annt um fjölskylduna sína og hermennina sína, óhræddur og frábær leiðtogi. Stríðsfréttamaðurinn Joseph Galloway er leikinn af Barry Pepper en hann nær að fanga þá undrun ,sem að margir fréttamenn fundu fyrir þegar þeir fóru á vígvöllinn og áttuðu sig á því að stríðið var ekki eins fallegt og það hljómaði í fréttunum, frábærlega. Það sem mér finnst virkilega gott við þessa mynd er það sama og gerir hana frábrugðna flestum öðrum stríðsmyndum en það er að það er líka fjallað um lífið heima við. Mikið af myndinni gerist heima í herstöðinni innan hóp eiginkvenna sem óttast um líf mannanna þeirra hvern einasta dag. Myndin nær vel yfir þá sorg og þá sálarangist sem fylgir því að eiga einhvern nákominn í bardaga.
Leikstjórinn Randall Wallace stendur sig með stakri prýði og má ekki sjá á neinu að þetta sé aðeins önnur myndin sem hann leikstýrir. Mikið er um flott skot og man ég þá helst eftir því þegar hann brýtur svokölluðu 180° regluna á mjög dramatískan hátt. Þá er víetnami að hlaupa að hetjunni okkar með byssustinginn tilbúinn og það er tekið tracking skot af honum svo er klippt yfir sjónlínuna og búmm hinn eitursvali og harði Sgt. Maj. Basil Plumley (leikinn af Sam Elliot) skýtur hann í hausinn. Tónlistin í myndinni er mjög góð en hún fangar mann algjörlega á réttum stöðum. Allt í allt þá er þetta æðisleg en öðruvísi stríðsmynd sem gefur manni betri sýn yfir það sem á sér stað í bardaganum sem og heima við.
Crash (2004):
Hér erum við að tala um Slumdog Millionaire myndina árið 2004. Low budget mynd sem að kom líka svona frábærlega út. Í myndinni eru nóg af stórum nöfnum en handritið og pælingin með myndinni laðaði að sér stjörnulið leikara. Myndin er æðislega vel skrifuð af Paul Haggis og hann leikstýrir henni einnig af stakri snilld. Við fáum að sjá flókna fléttu af atburðum, sem að tengjast allir saman á endanum á snilldarlegan hátt. Þessi mynd er mjög áhrifarík enda fjallar hún um mjög viðkvæmt málefni, rasisma. En hún gerir það á þann hátt að ég efast um að það hafi ofboðið mörgum. Myndin kafar ofaní það afhverju rasismi er til staðar og hvernig hann getur haft áhrif á fólk sem heldur að það búi ekki yfir neinum fordómum. Það er frekar erfitt að rekja söguþráðinn í stuttu máli þar sem hann er mjög margþættur og tvístrast í argar greinar þannig að ég ætla ekki einu sinni að reyna.
Allur leikur í þessari mynd er mjög góður og meira að segja Ludacris stendur fyrir sínu. Myndvinnsla og tökur eru til fyrirmyndar og í heildina er þetta mjög vel gerð, leikin og unnin mynd. Það er kannski þess vegna sem hún vann óskarinn fyrir bestu myndina, hver veit?
Apocalypse Now (1979):
Þá er komið að annarri stríðsmyndinni. Þetta meistaraverk eftir Coppola kom út árið 1979 og fjallar um Benjamin L. Willard (Martin Sheen) sem að er virkilega ruglaður í hausnum eftir að hafa verið í víetnam stríðinu, en hann er sendur í leiðangur inn fyrir óvinalínur til að finna Walter E. Kurtz (Marlon Brando) sem hefur lokað sig af inni í skógum víetnam og upp hefur risið í kringum hann einskonar sértrúarsöfnuður. Þessi mynd er svona góð vegna þess hversu vel hún fangar hryllinginn sem að á sér stað í stríði. Þetta er ekki hin klassíska mynd þar sem gæjinn drepur 3000 manns og horfir á álíka marga félaga sína deyja og kemur síðan heim og fer að sofa. Þessi mynd er virkileg svöl og skartar einni bestu línu sem ég veit um „I love the smell of napalm in the morning“.
Myndin er vel leikin og vel gerð, og það er fullt af virkilega svölum skotum, eins og þegar þyrlurnar koma lágt yfir sjóndeildarhringinn í morgunsárið. Það eru til tvær útgáfur af þessari mynd, orginal myndi og svo redux sem að er aðeins lengri og með viðbættum atriðum. Mér finnst orginallinn betri því að atriðin sem að koma inn í Redux gera bara ekki nóg fyrir mig til að toppa snilldina sem orginallinn er.
Rounders (1998):
Þetta meistarastykki eftir meistarann John Dahl er mynd sem að ég er búinn að horfa allavegana 30 sinnum á og mun eflaust horfa á hana 30 sinnum aftur. Myndin fjallar um pókerspilarann og laganemann Mike McDermott (Matt Damon) sem að spilar poker til að sjá sér í gegnum laganámið en þegar gamall félagi hans að nafni Lester Murphy (Edward Norton(kallaður Worm)) losnar úr fangelsi þá fara vandræðin að rúlla í áttina að hetjunni okkar. Worm á nefnilega fullt af útistandandi spilaskuldum sem að Mike tekur á sig líka og neyðist til að byrja að spila poker aftur eftir að hafa lofað kærustunni sinni að gera það ekki. Eftir það fer allt að detta í sundur og hver veit hvernig þetta endar? Ég veit það en ég ætla ekki að segja ef einhver á eftir að sjá hana.
Leikurinn í myndinni er bara mjög góður og þá sérstaklega þykki hreimurinn hjá Teddy KGB (John Malkovich). Myndatakan er fín, ekkert sem er lélegt og heldur ekkert sem er out of this world. Í heildina virkilega skemmtileg mynd sem ég kann utan að en get alltaf horft á aftur.
American History X (1998):
Þessi mynd er eftir leikstjórann Tony Kaye en hann leikstýrði líka myndinni Lake of fire sem fjallar um fóstureyðingar og ég vil nota tækifærið og segja öllum að horfa á hana ef þið þorið, því hún er virkilega áhrifarík. En hann Tony fer mjög vel með vel skrifað handrit í American History X. Myndin fjallar um ungan nýnasista Derek Vinyard (Edward Norton) sem að lifir og hrærist í nýnasismanum þangað til að eitt kvöldið þá drepur hann 2 svarta menn og eftir það fer hann í fangelsi. Þegar hann kemur út er hann breyttur maður og berst harkalega gegn því að bróðir hans lendi í sömu vitleysu og hann gerði, en bróðir hans Danny Vinyard er nú þegar byrjaður að vinna sig upp í nýnasista klíkunni.
Edward Norton er einn uppáhalds leikarinn minn og ég dýrka hann í þessari mynd sem og rounders, hann fer frábærlega með hlutverk Dereks. Aðrir leikarar standa sig vel líka og dregur Tony Kaye upp góða mynd af aðstæðunum og ástæðunum sem leiðir fólk út í vitleysu eins og að ganga í klíku. Myndatakan í myndinni er mjög flott og er eflaust áhrifaríkasta senan að mínu mati, svart/hvíta senan þegar 3 svertingjar reyna að brjótast inn til Dereks en hann hleypur út og drepur þá.
Fight Club (1999):
Hvað get ég sagt um Fight Club sem er ekki augljóst fyrir alla sem hafa séð hana?? Hún er meistaraverk. Hún virðist vera um mann (Edward Norton), sem er óánægður með líf sitt, getur ekki sofið og fær útrás við að fara á hina ýmsu félagafundi eins og AA fundi og fundi fyrir menn með eistnakrabbamein, sem kynnist öðrum manni, sápugerðarmanninum Tyler Durden (Brad Pitt), í flugvél og eftir að íbúðin hans springur í loft upp þá stofna þeir saman neðanjarðar bardagaklúbb. Já þetta hljómar kannski flókið fyrir þá sem hafa ekki séð myndina en þetta er í raun einfalda útgáfan af henni þar sem ástarplottið með Marla Singer (Helena Bonham Carter) er ekki útlistað frekar en það sem er raunverulega í gangi með þetta allt saman. Ég ætla að vera góður við þá sem hafa ekki séð myndina og í staðinn fyrir að birta spoilera þá ætla ég að segja að ef þú hefur ekki séð myndina ennþá eftir 10 ár á markaðnum þá skaltu drífa í því núna og hringja svo í mig til að ræða plottið og snilldina sem hún er.
Myndinni er snilldarlega leikstýrt af David Fincher, sem dregur fram það besta úr handriti Jim Uhls, sem er byggt á skáldsögu eftir Chuck Palahniuk, og öllum leikurunum sem skila sínu einstaklega vel, kemur kannski ekki á óvart miðað við leikaravalið. Sérstakt shout out þarf þó að senda á Meat Loaf sem nær hlutverki hins ofurviðkvæma brjóstgóða krabbameinssjúklings Bob mjög vel. Myndatakan og myndvinnslan leggja áherslur á rétta staði og er sérstaklega skemmtilegt þegar IKEA vörulistinn er tekinn á íbúðina og allt er verðlagt þar inni. Niðurstaða: Meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
La vita é bella (1997):
Þessi ítalska snilld er klárlega ein af bestu myndum allra tíma. Þrátt fyrir að Óskarsverðlauna akademían hafi stolið af henni þeim titli og mjög ranglega sett hann í hendurnar á Shakespeare in Love sem er ein ofmetnasta mynd allra tíma, en það er ekki til umræðu hér. La vita é bella var leikstýrð af Roberto Benigni og hann, ásamt félaga sínum Vincenzo Cerami, skrifaði handritið og fór með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um Guido, gyðing sem notar húmor til að vinna hug og hjarta konu sem hann verður ástfanginn af. Nokkrum árum seinna lendir fjölskyldan í seinni heimsstyrjöldinni og hann þarf að nota ímyndunaraflið til að tryggja öryggi sonar síns og að láta hann ekki vita hvað er raunverulega í gangi allt í kringum þá. Þessi óvenjulega flétta á mynd um seinni heimsstyrjöldina er það sem gerir hana svona góða. Hún er fyndin og alvarleg á sama tíma og ég get horft á hana aftur og aftur og aftur og alltaf hlegið jafnmikið.
Myndatakan er mjög viðeigandi fyrir myndina, ekkert rosalegt gert sem gæti tekið frá söguþræðinum. Allur leikur í myndinni er mjög góður, þrátt fyrir að Roberto Benigni sé klárlega bestur af þeim. Hans túlkun á ástandinu sem leikstjóri gefur því léttan blæ en heldur samt inni alvarleika málsins sem er ekki eitthvað sem hver sem er gæti gert. Bara snilld.
Out Cold (2001):
Out Cold er gamanmynd eftir leikstjórana Emmett og Brendan Malloy. Hún gerist í skíðabæ í Alaska við fjallið Bull Mountain. Þar búa allir "rauðhálsarnir" og una sáttir við sitt á skítugum börum, á fylleríi í brekkunum og búa við sínar eigin reglur. Það breytist svo allt þegar forríkur braskar að nafni John Majors (Lee Majors) ákveður að kaupa fjallið af eigandanum Ted Muntz (Willie Garson). Við fylgjum svo aðalpersónunni Rick Rambis (Jason London) þar sem að hann rís skjótt upp launastigann (vegna áhrifanna sem hann hafur meðal bæjarbúa) en vinir hans sitja eftir og neita að breyta lifnaðarháttum sínum fyrir einhvern ríkan aula. En eins og öllum bandarískum gamanmyndum sæmir þá er að sjálfsögðu ástarsaga flækt inn í þetta líka. Rick varð ástfanginn af franskri stelpu (Anna (Caroline Dhavernas)) þegar hann var í fríi í Mexico. Þau eyddu hverjum degi saman í 3 vikur en þegar þau ætluðu að fara saman á tveggja manna hjól þá kom hún aldrei. Það kemur síðan í ljós að hún er stjúpdóttir John Majors og þá hefst ástarplottið sem að mér fannst alltaf vera nokkuð gott og skildi ekkert afhverju. Það var einhvernveginn betur skrifað en restin af myndinni. Ég fattaði afhverju það var þegar við horfðum á Casablanca um daginn. Ástarplottið í out cold er nefninlega nákvæm eftirlíking af ástarplottinu í Casablanca! Samtalið sem á sér stað milli Luke (vinar ricks sem stendur við glymskratta) og Önnu þegar hún kemur í fyrsta sinn í skíðabæinn er nákvæmlega sama samtal og á sér stað í Casablanca, nema bara heimfært upp á nútímann. Þið sjáið hvað ég meina í meðfylgjandi klippu:
Annars þá er þessi mynd sú gamanmynd sem ég get horft á endalaust, mér finnst hún algjör snilld og mæli með því að allir horfi á hana að minnsta kosti einu sinni!
Skemmtilegt myndbrot úr Out Cold. Mig langar pínu að sjá hana. Skemmir heldur ekkert fyrir að skeggjaði gaurinn úr Hangover er í henni...
ReplyDeleteFlottur listi og mjög góð umfjöllun. 10 stig.
Hehe, ég sá Zach Galifianakis fyrst í Out Cold og það var aðallega vera hans í hangover sem að fékk mig til að vilja sjá hana. Hann er líka stand-up grínisti og er það alveg nokkuð gott efnið með honum. En ef þig langar að sjá out cold þá máttu fá hana lánaða any time, ég skal bara vara þig við núna að það er sjúklega erfitt að finna hana á vídjóleigum.
ReplyDelete