Monday, November 30, 2009
Surrogates
Ég ákvað að skella mér í að horfa á myndina sem rústaði ferli Bruce Willis, or so they say. Hvernig hann ætlar að ná sér aftur á strik eftir þetta disaster veit ég ekki, það verður alla vega erfitt.
Myndin, sem er byggð á grafískri skáldsögu eftir Robert Venditti og Brett Weldele, dregur upp mynd af framtíð þar sem næstum allir notast við véllíkama sem er stjórnað af heilabylgjum úr svokölluðum stofnstólum. Þar situr manneskjan allan daginn og lætur vélina gera það sem henni dettur í hug því þetta er sagt vera 100% öruggt fyrirbæri, það er hægt að vera skotinn og hoppa af byggingum án þess að nokkuð komi fyrir manneskjuna sjálfa. Söguþráður myndarinnar gengur út á að það er framið morð í þessum nýja fullkomna heimi. Tvær manneskjur deyja við það að vélarnar þeirra eru steiktar úti á götu með einhverju leynivopni, hlutur sem á ekki að geta gerst. FBI maðurinn Tom Greer (Bruce Willis) er settur í málið og hann er ekki lengi að finna morðingjann en það kostar hann næstum lífið. Neyddur til að fara út í heim án véllíkamans síns til að upplýsa hver ber ábyrgð á vopninu sem gæti bundið enda á þennan nýja fína lífstíl gerir það að verkum að Tom kemst að ýmsu sem hann vildi ekkert endilega vita um uppruna vopnsins og lífið almennt. Þegar öllu er á botninn hvolft þarf Tom að taka stóra ákvörðun um hvort hann vilji halda lífinu eins og það er eða rústa öllum vélunum og neyða heiminn til að byrja upp á nýtt...dammdammdamm
Þessi mynd er gerð út á að vera svakaleg spennumynd með Bruce Willis en endar á að að vera álíka spennandi og að vaska upp. Hún er fyrirsjáanleg á háu stigi og feilar bara algjörlega að halda manni við efnið. Allur leikur er stórlega ýktur í að vera eins vélmennalegur og hægt er og endar á að vera of vélmennalegur þannig að maður tengir ekkert við einn einasta karakter. Meira að segja eftir að Brúsi hættir að vera vélmenni er ekkert sem lætur mann finna til með honum eða halda með honum þar sem sagan er svo illa skrifuð að maður veit ekki á hvaða hlið málsins hann er fyrr en hann tekur hina stóru ákvörðun í risastóra spennuatriðinu sem er heilar 2 mínútur.
Tæknibrellurnar eru að sama skapi illa gerðar eins og restin af myndinni. Allar hreyfingar eru ýktar og gerðar stífari en einu sinni hjá vélmennum í dag (robodog anyone??) og vélmennin eru látin vera með ofurmannlega eiginleika eins og að geta hoppað upp á rútur og gáma eins og ekkert væri eðlilegra en hvort sem það er vegna lélegs búnaðar eða lélegra gleraugna þá gátu tæknimennirnir ekki látið það líta út fyrir að það væri eðlilegt fyrir þessi stífu grey að geta þetta. Illa fótósjoppað og þar með ekki grípandi.
Myndatakan er bara eins og gengur og gerist í B-hasarmyndum, ekkert verið að gera eitthvað magnað en þeir náðu þessu þó öllu á filmu. Þrátt fyrir að heimurinn, og Bruce Willis, hefðu ekkert grátið það ef það hefði ekki náðst.
Í heildina á litið þá liggur leikstjórinn, Jonathan Mostow (sem er ekki ókunnugur vélmennamyndum eftir að hafa leikstýrt Terminator 3), eflaust heima hjá sér ásamt vini sínum Bruce og grætur sig í svefn á hverju kvöldi yfir falli ferilsins.
Þetta var svo slæmt að ég fæ mig ekki einu sinni til að gefa stjörnur, en hey ef þið hafið 2 tíma til að henda og fá aldrei aftur þá er þetta hugsanlega skárra en Gigli...þó ég lofi engu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Vá, hljómar ekki beint vel. En er samt varla endirinn á ferlinum hjá Willis. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur maðurinn gert þó nokkur hrikaleg flopp eins og Hudson Hawk og The Bonfire of the Vanities.
ReplyDelete6 stig.