Friday, April 16, 2010
Gagnrýnisblogg....
Thursday, April 1, 2010
Hurt Locker
Tuesday, March 30, 2010
Brooklyn's Finest
Wednesday, March 24, 2010
Shutter Island
Sunday, February 28, 2010
How High
Myndin How High er svona klassísk svertingja gamanmynd þar sem þú tekur 2 svarta stonera og setur þá í öfgakenndar aðstæður þar sem þeir eiga ekki heima og þeir byrja að hafa áhrif á allt í kringum sig. Myndin sem er eftir leikstjórann Jesse Dylan kom út árið 2001 og fór leynt svona fyrst um sinn þangað til að aðdáendur heimskulegra gamanmynda (sbr Scary Movie og svona) uppgötvuðu hana af alvöru og núna eru margir sem myndu flokka þetta sem eðalsteypu en ekki bara steypu.
Myndin fjallar um Silas og Jamal sem að hittast fyrir tilviljun fyrir utan prófstöðina fyrir inngöngupróf í háskóla. Þeir verða vinir í gegnum grasreykingar þar sem að Silas vantar pappír en Jamal vantar gras fyrir utan prófstöðina.
Grasið sem Silas er með er samt ekki neitt venjulegt marijuana heldur ræktaði hann það uppúr ösku félaga síns Ivory, sem að dó eftir að það kviknaði í hárlengingunum hans og hann hoppaði útum gluggan og svo í lokin keyrði rúta á hann. Eftir að Jamal og Silas eru búnir að vera að reykja í smá tíma þá birtist Ivory og segir að þetta sé það sem gerist ef maður reykir félaga sinn og að hann hafi öll svörin við prófinu. Með hjálp Ivory fá þeir báðir 10 á prófinu og geta valið sér skóla til að fara í. Eftir að hafa hlustað á mörg tilboð ákveða þeir svo loksins að fara í Harvard. Þegar þangað er komið fer fjörið að byrja. Félagarnir tveir snúa öllu á hvolf í Harvard á sprenghlægilegan hátt.
Ég skal viðurkenna að söguþráðurinn í þessari mynd er virkilega þunnur og að þessi mynd er ekkert sérstaklega góð þannig séð en jesús, hún er fyndin. Þetta er ein af þessum steypumyndum sem að ég get horft á aftur og aftur.
Leikurinn í myndinni er bara nákvæmlega eins og þú býst við í mynd sem að er jafn mikið rugl og þessi og skartar Method Man og Redman í aðalhlutverki. Þrátt fyrir það að þeir séu rapparar þá leysa þeir leiklistaáskorunina alveg nokkuð vel enda kannski ekki mikið challenge fyrir þá að leika tvo grashausa og dólga.
Allt í allt þá er þetta bara svona virkilega þunn og létt gamanmynd sem að mér finnst að sem flestir (sem hafa einfaldan húmor) ættu að sjá.
Læt fylgja með gott atriði úr myndinni hérna:
Svo er ég með í vinnslu færslu um Bourne þríleikinn sem ég reyni að koma inn í kvöld.
Wednesday, December 2, 2009
Tropa de Elite
Ég horfði nýlega á brasilísku myndina Tropa de elite í leikstjórn José Padilha. Myndin gerist í Rio og fjallar um sérdeild innan lögreglunnar sem heitir BOPE og baráttu hennar gegn eiturlyfjasölu, gengjum Rio og hina spilltu "venjulegu" lögreglu.
Lesendur þekkja nú örugglega flestir myndina Cidade de Deus (e.: City of God). Hún er þekktust af mörgum brasilískum myndum sem fjalla um líf götustráka í Rio og baráttu þeirra um það að komast af í hörðum heimi. Tropa de elite veitir okkur nú innsýn inn í þessa sömu veröld en frá öðru sjónarhorni.
Í myndinni fylgjumst við með 3 mönnum og lífi þeirra og starfi innan lögreglunnar í Rio. Sá sem segir okkur sögu myndarinnar (voice over) ásamt því að koma okkur inn í aðstæður í byrjun myndar er Nascimiento, foringi hjá BOPE og stjórnar þar sínu eigin liði innan þess. Frá upphafi myndarinnar fylgjumst við einnig með sögu og þróun tveggja vina, Neto og André, innan lögregluliðs Rio.
Þeir félagar ganga í lögregluna af réttum ástæðum og ætla að verða heiðvirðir lögreglumenn sem í raun vernda fólkið. Þeir komast hins vegar fljótt að því hversu spillt lögreglan er í raun og lítið gengur hjá þeim. Svo komast þeir í kynni við BOPE. BOPE er í raun hörð átakasveit sem ræðst vægðarlaust til atlögu gegn gengjunum. Heiðvirðir en harðir.
Við komumst fljótt að því að Nascimiento er að leita að eftirmanni sínum og hefur komið auga á þá félaga og heldur að annar þeirra gæti orðið hugsanlegur arftaki sinn. Þeir eru mismunandi týpur. Neto þráir ekkert heitar en að vera innan BOPE og hefur þar fundið köllun sína í lífinu. Hann er þó ekki beittasti hnífurinn í skúffunni og hættir til að vera of kappsamur og Nascimiento er hræddur um að hann gæti orðið of kappsamur í verkefnum sínum og gleymt að hugsa. André er hins vegar klár og yfirvegaður en hann langar til að verða lögfræðingur og er í skóla að læra þá grein meðfram vinnu sinni.
Með því að fá að fylgjast með þessum þremur ólíku persónum sem allar eru flæktar inn í sama heim á mismunandi forsendum og sækjast allir eftir mismunandi hlutum tekst myndinni að veita okkur breiða innsýn inn í þann heim sem BOPE fæst við. Í gegnum André sjáum við þá fordóma sem almenningur hefur á lögreglu. Við sjáum þetta í umræðum í lögfræðitímum og í gegnum nám hans og félaga í skólanum. Hann segir engum að hann sé lögregla en þegar upp koma umræður í skólanum um lögreglu og skipulag hennar er hann sá eini sem virðist hafa trú á því að einhver hluti hennar sé í það minnsta ekki spilltur og reyni að starfa heiðarlega gegn gengjunum. Fólk hefur lært að lifa með gengjunum og gera ráð fyrir þeim í sínu daglega lífi. Neto litar allt svart eða hvítt, annað hvort ertu með eða á móti og þeir sem hjálpa ekki eru á móti honum og markmiði BOPE. Þegar við fylgjumst með Nascimiento fáum við að vita af hverju hann vill hætta. Hann á konu og nýfætt barn og við sjáum þá erfiðleika sem lögreglan stendur frammi fyrir. Þeir eru í stöðugri hættu, þurfa sífellt að vera viðbúnir og vinna myrkrana á milli.
Ég hafði gaman að söguþræði myndarinnar og uppbyggingu hennar. Eins og áður sagði er Nascimiento eins konar sögumaður myndarinnar. Hann segir okkur sögu sína, Neto og André. Sögur þeirra þriggja fléttast svo skemmtilega saman og mynda fléttu myndarinnar. Framgangur og þróun myndarinnar er góð. Hún byrjar hægt og rólega og kynnir vel aðstæður og söguna en eftir því sem á líður eykst frásagnarhraðinn og eykur það spennustig myndarinnar. Með því að sýna okkur þrjár mismunandi hliðar og skoðanir allra þeirra sem tengjast þeim félögum tekst José Padilha að veita okkur mjög fjölbreytta og greinargóða sýn á líf þessara sérsveitarmanna og erfiðleikanna sem þeir standa frammi fyrir. Myndin gengur eins og smurð og eru atriðaröð og kvikmyndataka til fyrirmyndar.
Ég mæli því eindregið með því að næst þegar þú viljir horfa á skemmtilega spennumynd þá smellirðu Tropa de Elite í tækið með tilheyrandi poppi og látum. Toppræma.
9
Ég skellti mér um daginn í að horfa á myndina 9.
Þessi mynd gefur sýn á heiminn eftir að vélar hafa útrýmt mannkyninu. 9 (Elijah Wood) er lítil dúkka sem vaknar í þessum nýja heimi og fer á stjá til að leita merkis um líf. Hann rekst fyrir tilviljun á aðra dúkku, 2 (Martin Landau), sem segir honum að það séu fleiri eins og þeir til en áður en hann getur leitt hann til hinna þá kemur vélhundurinn Beast og ræðst á þá. 5 (John C. Reilly) finnur 9 eftir að Beast hverfur á brott með 2 og leiðir hann í athvarfið sem 1 (Christopher Plummer) hefur útbúið handa þeim og útnefnt sjálfan sig leiðtoga í. Í athvarfinu eru 1, 5, 6 og 8 að fela sig fyrir heiminum. 9 tekst að sannfæra 5 um að koma með sér í björgunarleiðangur á eftir Beast til að sækja 2 en þegar þeir hafa, með aðstoð 7 (Jennifer Connelly), fundið og leyst 2 þá klúðrar 9 málunum með því að stinga litlum kubbi, sem hann fann þegar hann vaknaði til lífsins, í samsvarandi gat á vélinni Brain og vekur hana, morðingja mannfólksins, til lífsins. Eftir það þurfa dúkkurnar að taka á honum stóra sínum og finna leið til að drepa vélina áður en hún sogar lífið úr þeim öllum og endar þar með alla von um endurreisn heimsins.
9 er ótrúlega flott og vel gerð mynd...myndrænt séð. Að horfa á hana í HD er algjört konfekt fyrir augun því hvert einasta smáatriði fær að njóta sín í botn og að því leitinu til var rosa gaman að horfa á hana. Söguþráðurinn eftir Shane Acker (sem leikstýrir henni líka) og Pamela Pettler er ekkert endilega sá besti í heiminum en hann gengur þannig alveg eins langt og hann nær.
Persónurnar í myndinni eru mjög skemmtilegar. Það er 1 sem er algjör skræfa sem felur sig bakvið hatt, staf og skikkju til marks um vald sitt, 9 sem er nýr á svæðinu en stendur samt fast á gildum sínum og lætur ekki stjórnast af hótunum, 7 sem er eina stelpan en samt hörðust af þeim og 6 (Crispin Glover) sem er snargeðveikur en er samt sá sem segir mest af viti. Leikararnir sem ljá raddir sínar gera það öll mjög vel og sést að mikið var hugsað um hver myndi passa í hvert hlutverk ekki bara að troða frægu fólki inn sem er mjög ánægjulegt.
Niðurstaðan er sú að þetta er mjög spes mynd en samt þess virði að sjá fyrir áhugafólk um flottar teiknimyndir. Á því sviði fær hún stóran plús í kladdann.
3 af 5 stjörnum