Shutter Island
Ég skellti mér nýlega í bíó á þessa mynd eftir að hafa horft á trailerinn og hugsað "hey, ég hef ekki farið á hryllingsmynd heillengi". Núna flissa þeir sem að hafa séð myndina vegna þess að algjörlega gagnstætt mínum væntingum þá var þetta bara alls ekki hryllingsmynd fyrir mér. Ég myndi frekar kalla hana sálfræðitrylli. Þessar falsvæntingar mínar um það að ég væri að fara að horfa á hryllingsmynd höfðu vafalaust einhver áhrif á skoðun mína á myndinni en það er bara gaman. Ef við snúum okkur núna að myndinni.
Myndin kom út núna í lok febrúar og er eftir meistarann Martin Scorsese. Fyrir þá sem kannast ekki við hann þá er bara eitthvað að því að þetta er alveg með skemmtilegri leikstjórum sem að ég veit um og ég held mikið upp á hann. Hann hefur leikstýrt meistaraverkum á borð við Goodfellas, The Aviator og Gangs of new york. Ég persónulega dýrka stílinn hans og hvernig hann er sem leikstjóri en það er jafn persónubundið og buxnastærð þannig að það er kannski ekkert að marka. Það bætti líka mikið ofan á myndina að ég vissi ekki að hann hafði leikstýrt henni fyrr en eftir á og ég sagði meira að segja við bíófélaga minn í miðri mynd " það mætti halda að Scorsese hafi leikstýrt þessari" og svo viti menn þá kemur nafnið hans á skjáinn í lokinn.
Myndin myndin gerist árið 1954 í bandaríkjunum þar sem U.S. Marshall Teddy Daniels er ásamt félaga sínum U.S. Marshall Chuck Aule að rannsaka mál þar sem einn af sjúklingum Ashcliffe geðspítalans hafði strokið. Ashcliffe er staðsettur á Shutter Island rétt fyrir utan Boston og er geðsjúkrahús fyrir "the criminally insane" þarna eru hættulegustu glæpamenn bandaríkjanna geymdir í 3 álmum, A, B og C álmu. Eyjan sjálf er frekar vingjarnleg við fyrstu sýn nema álma C sem að er gamalt virki úr þrælastríðinu. Teddy og Chuck hefja rannsóknina sína en ekki líður á löngu þangað til að þeir fara að gruna að eitthvað annað sé í gangi. Teddy talar um hvað honum finnist vitnisburðir sjúklinganna vera æfðir og hvað það sé einkar hentugt að yfirsálfræðingur strokusjúklingsins hafi fengið að fara í frí daginn áður en þeir komu. Við komumst svo að því að Teddy er ekki bara þarna til að rannsaka brotthvarfið heldur einnig af persónulegum ástæðum (sem ég ætla ekki að fara út í hér því að það spoilar soldið mikið). Ekki líður svo á löngu þangað til að hann fer að gruna að hann hafi verið leiddur í gildru af bandaríska ríkinu fyrir að vera að spyrja of mikið af spurningum um Ashcliffe. Þessi grunur vaknar þegar mikill stormur skellur á Shutter Island og þeir félagarnir komast ekki burt....
Okei þetta er alveg ekki fullkomin lýsing á söguþræðinum en þetta var það besta sem ég gat gert til þess að spoila ekki myndinni. Snúum okkur núna að nokkrum þáttum innan myndarinnar.
Leikurinn: Leikurinn var afbragðsgóður eins og við er að búast þegar aðalleikarinn er fastagestur Scorsese Leonardo DiCaprio. En hann leysir hlutverk þjáðu sálarinnar Teddy Daniels hreint frábærlega. Félagi hans í myndinni Mark Ruffalo stendur sig einnig mjög vel sem og allir sjúklingarnir á spítalanum. Áhugaverðir karakterar í myndinni eru nokkrir. Fyrir utan aðalpersónurnar (sem að sjálfsögðu verða að vera áhugaverðar til að myndin sé góð) þá er Dr. Cawley (leikinn af Ben Kingsley) virkilega áhugaverður karakter fannst mér. Hann hefur svo mikla trú á starfinu sem er unnið á Ashcliffe að það getur ekkert látið honum snúast hugur, eða svo virðist allavegana vera.
Handritið: Handritið er gott, ég gluggaði aðeins í það eftir að ég kom heim af myndinni og það hjálpar leikurunum mikið að túlka þessa sturlun sem myndin fjallar í rauninni um. Sagan er líka virkilega góð en hún er byggð á samnefndri skáldsögu og er hún heimfærð frábærlega yfir í handrit. En ekkert meira um það því ég vil ekki spoila.
Tónlistin: Tónlistin var mjög góð, skapaði spennu á sumum stöðum og sorg eða samúð á öðrum. Tónlistin var allt sem maður býst við í svona góðri mynd.
Myndataka og Klipping: Þarna klikkuðu þeir aðeins verð ég að segja. Ekki svo mikið í myndatökunni (Enda Scorsese enginn viðvaningur) heldur í klippingunni. Það voru nokkur svona continuity vandamál í myndinni og nokkur atriði þar sem tökur sköruðust. Sem dæmi þá er Chuck einu sinni að teygja sig í brjóstvasann sinn til að ná í leyndan hlut handa Teddy og er kominn með höndina ofan í vasann áður en það er klippt úr þessu semi closeup skoti. Svo er klippt í vítt two shot þar sem hann teygir sig aftur í vasann. Svona hlutir fara frekar mikið í taugarnar á mér en höfðu svo sem ekki mikil áhrif á heildarmyndina. Myndatakan og leikstjórnin var aftur á móti afbragðsgóð enda ekki við öðru að búast. Það má því segja að þarna hafi gæjarnir í klippiherberginu aðeins klikkað. Þó er ekki hægt að kenna þeim alfarið um því að eins og í dæminu hér að ofan þá hefði ekki verið hægt að leysa þetta öðruvísi án þess að taka hljóðið úr synci enda er Chuck að tala allan tímann þannig að sökin þar liggur líka aðeins hjá gamla brýninu Scorsese. Maður spyr sig hvort að hann sé aðeins farinn að kalka?
Í heildina var þetta bara virkilega góð mynd og hún kom mér skemmtilega á óvart og ég mæli hiklaust með því að allir sem fíla sálfræðitrylla með góðu plotti láti þessa ekki fara fram hjá sér. Hún hefur vissulega sína ókosti og getur verið torskilin á köflum en það bætir eiginlega bara við upplifunina á myndinni því að maður á jú ekki alltaf að skilja geðveikt fólk.
Ef ég á að gefa henni stjörnur þá fær hún 4 af 5 hjá mér.
og já p.s. hvað er málið með plásturinn (þið fattið ef þið sjáið hana)
Ég verð að játa að ég tók ekkert eftir þessum continuity vandamálum, ég var of djúpt sokkinn í myndina til þess. Hins vegar fékk Scorsese einnig frekar mikla gagnrýni fyrir svipaða hluti í The Departed, og þá útskýrði hann það þannig að hann vildi klippa myndina þannig að hún fangaði réttu tilfinningarnar frekar en að klippa hana "rétt".
ReplyDeleteÉg upplifði þetta nú ekki sem dæmigerða Scorsese mynd. Eiginlega finnst mér hann vera að reyna að gera Hitchcock mynd...
Ég skil ekki alveg spurninguna með plásturinn. Hélt hann ekki að þeir hefðu dópað hann með plástrinum?
Flott færsla. 9 stig.
Nei sko hann var bara með þennan plástur eiginlega alla myndina og mér fannst það ekki meika sense.. :)
ReplyDelete